ORLOF - NIÐURGREIÐSLUR

Á aðalfundi félagsins varð umræða um fjölbreytileika í orlofsmálum og hvort niðurgreiða ætti t.d. útilegukortið til félagsmanna. Stjórn félagsins ákvað að verða við því og geta nú félagsmenn komið með kvittun til gjaldkera vegna útilegukortsins og fengið það niðurgreitt um 4,000 krónur. Rétt er að benda á að kortið er til sölu í Íþróttamiðstöðinni.

Rétt er líka að ítreka að félagsmenn geta fengið niðurgreiðslu á tjaldvögnum og fellihýsum um 7,000 krónur fyrir vikuleigu.