Nýr kjarasamningur á Hornbrekku

Þriðjudaginn 3. nóv. var undirritaður nýr kjarasamningur milli St. Fjallabyggðar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu f.h. Hornbrekku.

Samningurinn er samhljóma þjóðarsáttarsamningunum sem gerðir hafa verið í tengslum við stöðugleikasáttmála ríkistjórnarinnar við atvinnulífið.

Kynningarfundur um samninginn verður á Hornbrekku mánudaginn 9. nóvember kl. 16.00 og verða þar einnig greidd atkvæði um samninginn.

Félagsmenn St. Fjall. sem starfa á Hornbrekku eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér samninginn og taka þátt í atkvæðagreiðslu um hann.

Stjórn St. Fjall.

Sjá samninginn hér.