Ný frétt á bsrb.is

Er fólk látið gjalda skoðanna sinna í Snæfellsbæ?

Ögmundur Jónasson formaður BSRB ritaði opið bréf sem dreift var til allra heimila í Snæfellsbæ. Bréfið varðar uppsagnir starfsmanna í íþróttahúsum og sundlaug Snæfellsbæjar. Með bréfinu fylgir grein sem Ögmundur hafði óskað eftir að fá birta í Bæjarblaðinu Jökli en þar hafði talsverð umfjöllun verið um málið. Tekið var jákvætt í það að birta greinina en þegar ritstjóranum barst hún brá svo við að hann neitaði að birta hana. Því greip Ögmundur til þess ráðs að dreifa henni á þennan hátt til íbúa Snæfellsbæjar.

Sjá nánar