Neitandi.is - Upplýsingavefur fyrir neytendur

Sl. föstudag hleypti viðskiptaráðherra af stokkunum Leiðakerfi neytenda (http://www.neytandi.is) sem er gagnvirk vefgátt á vegum talsmanns neytenda þar sem neytendur geta á einum stað leitað bæði upplýsinga um rétt sinn og fengið aðstoð við að leita réttar síns - annað hvort beint hjá seljanda vöru eða þjónustu sem er fyrsta skrefið eða, ef það dugar ekki, með því að kerfið hjálpar við að setja saman kæru til úrskurðarnefndar eða annars aðila sem tekur á málum neytenda.

Kerfið er flókið en reglurnar eru góðar og úrræðin nokkuð sterk - ef við nýtum þau; forsenda þess er að neytendur viti af þeim.

Kveðja,
talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason (GSM 897 33 14).

Á neðri myndinni má sjá Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Liselotte Widing, verkefnisstjóri Leiðakerfis neytenda, og Gísla Tryggvason, talsmann neytenda.

Linkur inn á Leiðakerfi neytenda er hér til vinstri á síðunni