Námsleiðir í boði á Ólafsfirði og Dalvík í vetur hjá Símey

Grunnmenntaskólinn á Ólafsfirði: Seinnihluti

Seinni hluti námsleiðarinnar, Grunnmenntaskólinn, verður kenndur á Ólafsfirði í haust. Um er að ræða 100 klst. nám. Meðal kennslugreina er, enska, stærðfræði, upplýsingatækni, námstækni o.fl. námsþættir. Námið má meta til 24 eininga á framhaldsskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraut sitt og lífsleikni.
Námið hefst 23. september. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 16:30 – 19:30.

Verð kr: 27.000,-

sjá framhald

Nám og Þjálfun í almennum bóklegum greinum:

Lýsing: Nám og þjálfun í bóklegum greinum er 300 kennslustunda námleið sem hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrám framhaldsskóla
í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni en með sérstakri áherslu á mismunandi
námsnálgun námsmanna og samþættingu námsþátta.
Nám og þjálfun í almennum greinum er einkum ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi.
Meginmarkmið hennar er að námsmaður bæti við þekkingu sína og færni með aðferðum sem hann finnur að henta honum í einstaklingsmiðuðu námi. Námið hefst 27. október.
Helstu námsgreinar:
Námstækni, sjálfsþekking og samskipti
Íslenska
Danska
Enska
Valáfangar tungumálanáms
Stærðfræði
Persónufærni

Verð kr: 55.000 kr.

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun

SÍMEY mun bjóða upp á námsleið sem nefnist Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Námnsleiðin er 40 klukkustunda námskeið auk heimavinnu. Skrefið er ætlað fólki með stutta skólagöngu sem á
við lestrar- og ritunarerfiðleika að etja.
Tilgangur námsins er að styrkja lestrar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til starfs og áframhaldandi náms. Áhersla er lögð á að efla lesskilning, lestrarlöngun, úthald við lestur og stafsetningarfærni. Námsmönnum er leiðbeint um mismunandi tækni, aðferðir og hjálpartæki, s.s. yfirlestrar- og leiðréttingarforrit. Sjálfstæði í verkefnavinnu, samvinna, félagsleg færni og sjálfstraust þátttakenda eru höfð í fyrirrúmi í öllum þáttum
námsins.
Fræðsluaðili og staður: SÍMEY, Námsverinu v/Skíðabraut, Dalvík
Leiðbeinandi: Ýmsir
Tími og dags: hefst í október
Tímafjöldi: 40 klst.
Verð kr: 11.000.-