Námskeið um stjórnsýslurétt fyrir starfsmenn sveitarfélaga

Í nóvember og desember nk. mun Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands bjóða í fyrsta skipti upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt. Námskeiðið er sérstaklega ætlað öllum stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana. Áður hefur námskeiðið verið haldið þrisvar fyrir bæði starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Áform eru um að kenna námskeiðið í fjarfundabúnaði á vormánuðum 2007.

Sjá nánar