Námskeið í boði

Námskeið fyrir starfsmenn Fjallabyggðar

Fræðslusetrið Starfsmennt og Fjallabyggð hafa í samvinnu ákveðið að halda 3 námskeið fyrir starfsmenn Fallabyggðir nú á vordögum. Öll námskeiðin verða haldin í Ráðhúsinu á Siglufirði, Gránugötu 24.

3. maí - Vellíðan í vinnunni
Markmið námskeiðins er að fjalla um vellíðan í starfi, hvað getur styrkt þá líðan og hvað getur hindrað að fólki líði vel í starfi. Verkefni lögð fyrir sem tengjast efnisþáttum til að glöggva þá enn betur.

24. maí - Efling liðsheildar og vinna í teymum
Á námskeiðinu er farið ofan í saumana á uppbyggilegum og árangursríkum samskiptum í hópum, eins og traust, heiðarleika, ábyrgð, virðingu, hreinskilni, stuðning og skuldbindingu. Þátttakendur greina eigið hóphlutverk og hóphlutverk samstarfsmanna. Farið er í mismunandi þroskastig hópa og einkenni skilvirkra hópa. 

7. júní - Streita, álag og erfið mál
Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol. Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð og streituþol. Þeir sem eru ekki meðvitaðir um eigið tilfinningalegt ástand eru ekki líklegir til að geta stjórnað því. Síðan er farið í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álag.

Skráning á dagsetningum ef aðstoðar er þörf þá hafið samband við Starfsmennt í síma: 550-0060