NIÐURSTÖÐUR ÚR ENDURMATI

Loksins eru komnar niðurstöður í endurmati svokallaðra 2004 starfa þ.e.a.s. þau störf sem fyrst fengu röðun samkvæmt samræmdu starfsmati.

Alls bárust um 200 endurmatsbeiðnir frá 38 sveitarfélögum. Niðrustöður úr þessum endurmatsbeiðnum voru afgreiddar með þeim hætti sem fram kemur hér.

Í nokkrum tilvikum eru endurmatsbeiðnir afgreiddar staðbundið. Á það sérstaklega við þegar starfsmaður óskaði eftir að færast úr einu starfsheiti yfir í annað, þ.e. svokallaðar B umsóknir.

Þar sem endurmatið hefur leitt til launabreytinga þá gildir það frá 1. febrúar 2005 og verður væntalega borgað út um næstu útborgun.

Hér má sjá breytingu við tengitöflu frá 2005 til dagsins í dag og er vakin sérstök athygli á því að eingreiðslur sem Launanefnd ákvað 26. janúar 2006 geta breyst við færslur milli launaflokka.