Meira um fæðingaorlofssjóðinn

Reglum um úthlutun úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði BHM, BSRB og KÍ hefur verið breytt þannig að eftir 1. júní verða jafnháar greiðslur til feðra og mæðra úr sjóðnum.

Þeir starfsmenn eiga rétt í sjóðinn – jafnt feður sem mæður - sem eru innan vébanda BHM, BSRB og KÍ; eiga börn eftir 1. júní 2007, hafa verið starfandi hjá vinnuveitanda síðustu sex mánuði fyrir fæðingu barns og hafa gildan ráðningarsamning á meðan á fæðingarorlofi stendur.

Um er að ræða eingreiðslu sem háð er starfshlutfalli og er það gert að skilyrði að umsækjandi taki að lágmarki þriggja mánaða fæðingarorlof.

Gert er ráð fyrir 1050 umsóknum á ári ef miðað er við þær forsendur kæmu styrkirnir til með að nema um 170.000 krónum til hvers einstaklings í fullu starfi.

Umsækjandi þarf að leggja fram umsókn til sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum.