Málstofa um menntastefnu BSRB

Önnur vefstofa BSRB um nýja menntastefnu fer fram í dag, fimmtudaginn 9. okt. kl. 12:30-13:00.

Hróbjartur Árnason lektor við Háskóla Íslands mun ræða við Elínu Björgu Jónsdóttur formann BSRB um hvers vegna BSRB er að setja sér sérstaka menntastefnu.

Þátttakendur geta setið við tölvuna sína heima eða á skrifstofunni og fylgst með, sent spurningar inn skriflega eða tekið upp hljóðnemann og spurt Elínu Björgu sjálf.

Vefstofan verður í 30 mínútur í dag 9. október frá kl. 12:30-13:00

Auðvelt er að taka þátt í vefstofunni:
1. Smelltu á eftirfarandi slóð c.a. 10 mínútum fyrir upphaf fundar (eða skeyttu henni í adressu reitinn í vafra): http://tiny.cc/bsrb
2. Veldu “Enter as Guest” valkostinn,
3. Skrifaðu nafnið þitt í “Name” reitinn til þess að aðrir þátttakendur viti hver þú ert, fornafn dugir.
4. Smelltu á "Enter Room" hnappinn
5. Þá opnast fundarherbergið og þú getur fylgst með og skrifað spurningar þínar í spjall glugga.

Ef þátttakendur hafa áhuga á að nota hljóðnema til að bera fram spurningar sínar er nauðsynlegt að vera með tölvu sem hefur hljóðnema og að setja sjálfur upp heyrnartól. Þeir sem vilja prófa að nota hljóðnema á vefstofunni til að bera fram spurningar sínar ættu að lesa nánari tæknilegar upplýsingar hér (https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/connect-fyrir-fundargesti/)

Með von um að fólk taki þátt. Aftur minnum við á Facebook-síðuna varðandi nýja menntastefnu BSRB – hana má finna hér - https://www.facebook.com/menntastefna

Fyrir hönd mennta- og fræðslunefndar BSRB,

Ágúst Bogason