Umsamin launakjör í kjarasamningum opinberra starfsmanna árið 2011 voru sambærileg og í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta hafa laun starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkað að meðaltali umfram laun opinberra starfsmanna. Það bendir til þess að umsvif á almennum vinnumarkaði séu að aukast, þar sem þessar launahækkanir eru langt umfram kjarasamningsbundnar hækkanir.