LAUNAUPPBÓT

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 29. maí, eftirfarandi tillögu sem bæjarstjórn staðfesti síðan á fundi þann 10. júní:

„Í ljósi góðrar afkomu bæjarsjóðs þá leggur bæjarráð Fjallabyggðar það til að öllu fastráðnu starfsfólki sem eru og hafa verið á launaskrá 30. júní 2008, verði greidd 50.000 króna eingreiðsla. Greiðslan tekur mið af starfshlutfalli og verður greidd út 1. júlí 2008. Bæjarráð vill með þessum greiðslum umbuna því frábæra starfsfólki sem vinnur hjá sveitarfélaginu."

Starfsmannafélag Fjallabyggðar þakkar góð viðbrögð við áskorun félagsins frá því í aprílmánuði og fagnar tillögunni.