Kynningarfundur um kjarasamning

Fimmtudaginn 9. júní, klukkan 17.00, verður í Húsi eldri borgara, kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SNS, fyrir hönd Fjallabyggðar. Samningurinn gildir fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.

Samningurinn mun liggja frammi á fundinum og einnig geta félagsmenn kynnt sér hann hér  

Kosning hefst svo kl. 09.00 fimmtudaginn 9. júní og líkur kl. 20.00 þriðjudaginn 14. júní, og munu félagsmenn fá net- eða bréfapóst með lykilorði sem þeir nota þegar þeir kjósa. Tengill inná kosninguna verður á heimasíðu Samflots,www.samflot.is Aðeins er hægt að kjósa einu sinni á hverju lykilorði, nánar í téðu bréfi.

Það er mjög mikilvægt að félagsmenn segi sitt álit með því að kjósa og viljum við því hvetja félagmenn til að kjósa og taka þar með afstöðu til samningsins.