Kynning á kjarasamningum

Kynning á kjarasamningum við Launanefnd sveitarfélaga vegna Fjallabyggðar og við Ríkið vegna heilsugæslu. Ósamið er við Hornbrekku.

Kynningarefni um kjarasamningana er nú aðgengilegt á síðunni og eru félagsmenn beðnir að kynna sér það. Félagsmenn fá samninginn líka sendan heim og geta því kynnt sér hann betur þá.

Atkvæðagreiðsla um samningana verður rafræn og verða atkvæðaseðlar settir í póst 7. ágúst og kjörstaður opnar 10. ágúst kl: 12.00 og er opinn til kl: 12.00 þann 13. ágúst. Talning fer fram þann dag og niðurstaðan tilkynnt föstudaginn 14. ágúst kl: 10.00 Settur veður upp kjörtengill á heimasíðu Samflots, www.samflot.is  sem gildir fyrir báða samningana, það er kennitala félagsmanna sem ræður hvorum samningnum þeir greiða atkvæði, nánar um það í bréfi með atkvæðaseðlum.

Sjá kynningaefni vegna Ríki hér og kjarasamninginn hér framkvæmdaáætlun vegna samnings hér

Sjá kynningaefni vegna Launanefndar hér og kjarasamninginn hér.

Félagmenn eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.