Kosning um kjarasamninga

Kosning hófst kl. 12.00 í dag, fimmtudaginn 9. júní og henni líkur kl. 20.00 þriðjudaginn 14. júní Félagsmenn fá vef- eða bréfapóst með lykilorði sem þeir nota þegar þeir kjósa.  Þeir sem fá lykilorðið í vefpósti þurfa bara að klikka á tengilinn sem er í póstinum og komast þá beint á kjörseðilinn.

Þeir sem fá lykilorðið í bréfapósti, fara inn á heimasíðu Samflots, www.samflot.is , þar er tengill til að kjósa (kjósa kjarasamning) klikkið á hann og þá komið þið á síðu sem þið sláið inn lykilorðinu. Ef síðan birtist með ensku texta þá smellið á íslenska fánann efst á síðunni, og sláið síðan inn lykilorðið. ATH, gerður er greinarmunur á há-og lágstöfum. Aðeins er hægt að kjósa einu sinni á hverju lykilorði. Sami tengill gildir fyrir báða samningana, þ.e. samninginn við SNS og Ríkið.

Ef einhverjir hafa ekki tölvuaðgang þá bendum við þeim á að hafa samband við skrifstofu eða formann síns félags og fá aðstoð.

Það er mjög mikilvægt að félagsmenn segi sitt álit með því að kjósa og viljum við því hvetja félagmenn til að nota atkvæðisrétt sinn og taka þar með afstöðu til samningsins.