Konur taka af skarið!

 
Í vor fékk AkureyrarAkademían, Starfsgreinasambandið, Jafnréttisstofa og JCI Sproti við styrk úr Jafnréttissjóði til að standa fyrir námskeiðunum „Konur taka af skarið!“. Námskeiðin verða haldin víðsvegar um landið og er markmið þeirra að hvetja konur til þátttöku í starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
 
Laugardaginn 10. nóvember verður fyrsta námskeiðið haldið í sal Einingar-Iðju við Skipagötu á Akureyri. Farið verður yfir kynjakerfið, stöðu verkalýðsbaráttunnar, uppbyggingu verkalýðsfélaganna, leiðtogaþjálfun, hvernig er hægt að koma sínu á framfæri og hvernig það er að starfa í verkalýðshreyfingunni.
 
Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. 
 
Félagskonur í Starfsmannafélagi Fjallabyggðar er hvattar til að mæta á þetta námskeið.
  
Kristín Heba Gísladóttir
Framkvæmdastjóri