Könnun á kjörum félagsmanna BSRB

BSRB ásamt BHM og KÍ standa fyrir sameiginlegri könnun á kjörum félagsmanna sinna. Á næstu dögum mun verða haft samband við úrtak úr hópi félagsmanna og þeir beðnir um að svara könnun á netinu eða fá sendan spurningalista með pósti. Meðal annars er spurt um hagi félagsmanna, menntun, samsetningu launa og önnur hlunnindi.

Afar mikilvægt er að sem flestir svari könnuninni til að hún verði sem marktækust og gefi okkur færi á að bera kjör okkar saman, bæði milli félaga og við launafólk á almenna markaðnum.

Félagsmenn í St. Fjall sem lenda í úrtakinu eru beðnir að láta sitt ekki eftir liggja og svara vel og skilmerkilega.