Kjaraviðræður

Sameiginleg samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur staðið í ströngu þessa vikuna við samningaborðið en viðræður eru annars vegar við samninganefnd ríkisins og hins vegar sveitarfélaganna. Komi ekkert óvænt upp er gert ráð fyrir að undirritun kjarasamings við ríkið verði næstkomandi mánudag.

Samningurinn við ríkisvaldið felur í sér sömu ákvæði og í þeim samningi sem SFR gerði á dögunum; um 25.000 kr. upphafshækkun á lægstu laun, prósentuhækkanir og launapotta og gildistíma til 31. mars 2019.

Viðræður við sveitarfélögin eru í hnút sem stendur, þ.e. hvað launaliðinn varðar. Þess vegna er gert hlé á launaumræðunni fram yfir helgi. Tekist er á um það svigrúm sem SALEK samkomulagið skammtar okkur, sem og hvernig starfsmat kemur inn í heildarmyndina.

Formenn Samflotsfélagana hafa verið boðaðir á fund á máundag til að fara yfir stöðuna.

Næsti samningafundur er boðaður á mánudag.