Kjarasamningur við sveitarfélögin

Aðildarfélög Samflots, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Vestmannaeyja og Starfsmannafélag Fjallabyggðar skrifuðu undir framlengingu á gildandi kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 3. júlí. Samningurinn er samhljóða þeim samningum sem aðildafélög BSRB skrifuðu undir þann sama dag. 

Samningurinn gildir í ár, frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015 og hann má sjá hér.

Kynningarefni um samninginn má sjá hér

Kynningarfundur verður í húsi eldri borgara fimmtudaginn 10. júlí kl: 17.00 og þar verður einnig atkvæðagreiðsla um samninginn.

Félagmenn sem vinna hjá Fjallabyggð eru hvattir til að mæta og segja sitt álit á samningnum í atkvæðagreiðslunni.

Stjórn St. Fjallabyggðar