Kjarasamningur við Ríkið

Samflotsfélögin undirrituðu á 6. tímanum í dag mánudaginn 9. nóvember, kjarasamning við samningnefnd Ríkisins. Samningurinn er á líkum nótum og sfr stéttarfélag í almannaþjónustu gerði við ríkið.

Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Upphafshækkun er 25.000 kr. og prósentuhækkanir eru á hverju ári í ársloka 2018. Sérstök eingreiðsla er fyrir árið 2019.

Samningurinn verður kynntur á næstu dögum í aðildarfélögum Samflots.