Kjarasamningur vegna Hornbrekku

Þann 15. des. var undirritaður kjarasamningur milli St. Fjallabyggðar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna á Hornbrekku.

Kjarasamningurinn er sambærilegur við samning sem gerður var fyrir starfsmenn Fjallabyggðar og gildistími er sá sami eða frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.

Atkvæðagreiðsla fór fram á kynningarfundi á Hornbrekku miðvikudaginn 17. des. og var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.