Kjarasamningur undirritaður

Kl: 16.22 var undirritaður samningur milli Samflots bæjarstarfsmannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga með gildistíma frá 1. des. 2008 til 31. ágúst 2009.

Samningurinn í heild sinni er kominn á heimasíðuna undir kjarasamningar. Þar er einnig að finna yfirlýsingu sem fylgir samningnum.

Samningurinn gildir fyrir starfsmenn Fjallabyggðar sem eru félagsmenn í St. Fjall. en ekki fyrir starfsmenn Hornbrekku sem er ekki lengur með samningsumboð sitt hjá Launanefnd. Reiknað er með að vinna við samning á Hornbrekku hefjist í þessari viku.