Kjarasamningur fyrir tónlistakennara

Í dag var undirritaður kjarasamningur við Launanefnd vegna tónskólakennara.

Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. des. 2008 til 31. ágúst 2009.

Helstu atriði samningsins eru;

launatafla hækkar um 20.300.-
orlofsuppbót verður 25.200.-
lágmarksupphæð orlofsfjár verður 16.968.-
veikindaréttur vegna barna verða 12 dagar
framlag vinnuveitenda til styrktarsjóðs BSRB er aukið í 0,75%
framlag í endurhæfingarsjóð 0,13%
framlag til Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarféaga verði aukið um 0,5% úr 11,5% í 12% mótframlag launagreiðenda.

Atkvæðagreiðsla fer fram um samninginn næstu daga.