Kjarasamningur SFV og Hornbrekku 2020

 

Nú er loksins lokið við kjarasamningagerð fyrir félagsmenn í þessari löngu lotu en flestir kjarasamningar sem St. Fjallabyggð gerir fyrir félagmenn sína voru með gildistíma til 31. mars 2019. Þetta er því búin að vera 14 mánaða vinna að ná þessu í gegn, nú síðast við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna Hornbrekku.

Samningurinn er sambærilegur og samningur sem gerður var fyrir aðra starfsmenn Fjallabyggðar með gildistíma til 31. mars 2023. Samninginn má sjá hér hægra megin á síðunni undir Flýtileiðir og þar er líka kynning á samningnum en ekki er hægt að vera með hefðbundar kynningar eins og ástandið er vegna Covit-19 veirunar.

Stjórn St. Fjallabyggðar hvetur félagmenn sem vinna á Hornbrekku til kynna sér samninginn vel og taka þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn.

Gleðilegt sumar

f.h. stjórnar

Guðbjörn Arngrímsson