Kjarasamningavinna hafin

Bæjarstarfmannafélögin innan BSRB ásamt Starfmannafélagi Reykjavíkurborgar, hafa ákveðið að vera í samstarfi um gerð kjarasamninga við samninganefnd ríkisins, SNR, og Sambands islenskra sveitafélaga, SNS.

Vinna er hafin við SNS og hafa samninganefndirnar hittst á nokkrum fundum og rætt um ýmis mál önnur en launaliði. Áfram verður fundað næstu vikur.

Ekki hefur enn verið boðað til fundar með SNR en vonast er til að það fari að bresta á á næstu dögum eða vikum.

Vinna við kjarasamningagerð við SFV vegna Hornbrekku er ekki hafin en vonandi hefst hún líka sem fyrst.

Meira fljótlega

Guðbjörn Arngrímsson,
formaður St. Fjall. og fulltrúi í sameiginlegri samninganefnd félaganna.