Kaupmáttarrýrnun mest hjá BSRB

Kaupmáttur opinberra starfsmanna hefur lækkað mest frá því 2006 samkvæmt niðurstöðu vinnuhóps sem kannað hefur þróun kaupmáttar í undirbúningi kjarasamninga. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sagði í samtali við Eyjuna að þetta kæmi félagsmönnum BSRB ekki á óvart. Þeir hefðu fundið fyrir þessu á eigin skinni. „Með allt of hógværum launahækkunum og mikilli verðbólgu rýrnar kaupmátturinn óhjákvæmilega. Opinberir starfsmenn hafa búið við það að vera með lægri laun en gengur og gerist á almenna markaðnum og þessi úttekt sýnir að þau hafa skerðst enn frekar hjá okkur."

Þá segir Elín Björg að staðan sé í raun dekkri en rannsóknin sýnir. Í henni sé kaupmáttur launa skoðaður, en kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði rýrnað mun meira. Hún segir að BSRB muni taka mið af rannsókninni í komandi kjarasamningum.

Frétt Eyjunnar má sjá hér.

Skýrslu starfshópsins má nálgast hér.