Kalda vatnið í Munaðarnes

Nú er þeim langþráða áfanga náð að tengja Munaðarnes við vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur, sem lögð verður um allan Borgarfjörð. Það gerðist um síðustu mánaðarmót. Enn er eftir að tengja Stóru Skóga við vatnsveituna en það mun gerast á næstu dögum.

Orlofsbyggðir BSRB tilheyra ásamt Bifröst 1. áfanga framkvæmdarinnar. Vatnsbólið er í Grábrókarhrauni og mun vatnsveitan sjá öllu Borgarfjarðarhéraði fyrir köldu vatni í framtíðinni.