Kaffihúsið Paradís opnar í Munaðarnesi

Kaffihúsið Paradís opnar í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi föstudaginn 9. júní og verður opið í allt sumar fram til 20. ágúst. Þar verður m.a. á boðstólum nýbakað brauð mánudaga, miðvikudaga og laugardagsmorgna. Einnig verður starfrækt lítil verslun eins og undanfarin sumur. Þá verða ýmsar uppákomur í sumar í tengslum við Þjónustumiðastöðina, t.d. verður hægt að horfa á beinar útsendingar frá HM á meðan á heimsmeistaramótinu stendur. Sunnudaginn 10. júní verður menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi eins og áður hefur verið greint frá.

Sjá nánar