Helstu áherslur í nýjum kjarasamningi

Samningurinn gildir fyrir félagsmenn í St. Fjall. sem starfa hjá Fjallabyggð ekki starfsmenn Hornbrekku. Vinna við samning við Hornbrekku hefst á næstu dögum.

Viðbætur á gildandi kjarasamninga

ný launatafla tekur gildi 1. desember 2008
öll laun hækka um 20.300.-
heimild frá 28. janúar 2006 fer inn í launatöflu
orlofsuppbót verður 25.200.-
lágmarksupphæð orlofsfjár verður 16.968.-
desemberuppbót verður 72.399.-
veikindaréttur vegna barna verða 12 dagar
skýrari reglur um greiðslur vegna ferða með nemendur/skjólstæðinga
framlag vinnuveitenda til styrktarsjóðs BSRB er aukið í 0,75%
framlag í endurhæfingarsjóð 0,13%
framlag til Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarféaga verði aukið um 0,5% úr 11,5% í 12% mótframlag launagreiðenda
endurskoðun á innleiðingu og framkvæmd starfsmats
aukinn réttur trúnaðarmanna til að sækja trúnaðarmannaskóla BSRB

Í fyrsta sinn verður rafræn kosning hjá félagsmönnum St. Fjall. Á næstu dögum mun öllum berast bréf með leiðbeiningum um hvernig á að bera sig að. Kosning fer fram frá mánudeginum 8. desember til miðvikudagsins 10. desember.

Mikilvægt að félagsmenn kynni sér vel kjarasamninginn og taki þátt í atkvæðagreiðslu um hann.