Heimsókn formanns BSRB

Elín Björg Jónsdóttir formaður og Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB heimsóttu Ólafsfjörð í gær, 6. okt., og áttu fund með stjórn St. Fjallabyggðar. Heimsóknin var hluti af yfirreið þeirra stallna í aðildafélög BSRB.

Á fundinum voru helstu mál sem hvíla á verkalýðsbaráttunni þessa dagana rædd ásamt öðrum málum.

Formaður BSRB færði St. Fjall. málverk að gjöf í tilefni af 30 ára afmæli félagsins á síðasta ári. Formaður þakkaði þeim stöllum fyrir komuna og góða gjöf.

Svona heimsóknir eru alltaf af hinu góða og gott að hitta forustu BSRB á okkar heimavelli.

Formaður