Heildarkjarasamningar við Launanefnd og Hornbrekku

Nú er lokið við að setja saman í heildarkjarasamning síðustu 2 samninga sem Samflotið hefur gert við Launanefnd sveitarfélaga. Síðasti heildstæði samningur var undirritaður 29. maí 2005. Að útgáfunni (textavinnunni) komu fulltrúar beggja samningsaðila.

Rétt er að taka fram að einstök aðildarfélög Samflots geta verið með sérákvæði í sínum samningi sem ekki er í heildstæða samningnum og verður hvert félaga að bera ábyrgð á að koma samningnum réttum til félagsmanna sinna.

Samningurinn er með sérákvæðum sem gilda fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.

Sjá samninginn hér og einnig undir kjarasamningar hér á síðunni.

Nú er lokið við hliðstæðan samning fyrir starfsmenn Hornbrekku og er hann einnig að finna hér og undir kjarasamningar hér á síðunni.

Verið er að prenta samningana og verður þeim komið til félagsmanna á allra næstu vikum.