Grunnskólakennarar semja

Grunnskólakennarar hafa gert árs samning  við Launanefnd sveitarfélaga.

Í þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er þessari jöfnun og leiðréttingu náð í þremur áföngum. Þann 1. júní nk. hækka laun kennara um 25.000.- kr. á mánuði. Með því er að hluta verið að færa launataxta að greiddum launum þar sem yfirborganir hafa átt sér stað. Við upphaf næsta skólaárs þ. 1. ágúst bætast 9.000.- kr. inn í launatöflu auk þess sem uppbyggingu hennar er breytt til hagsbóta fyrir yngri kennara. Lokaáfanga að framangreindu marki er síðan náð 1. október nk. þegar öll starfsheiti hækka um einn launaflokk. Þessar þrjár hækkanir fyrir þá sem ekki hafa notið yfirborgana nema samtals um 15-23% á grunnlaun eftir aldurshópum. Þann 1. janúar 2009 hækka laun síðan um 2,5%. Á þessu ári má vænta að launakostnaður sveitarfélaga vegna þessa samnings hækki um 1,2 milljarða króna.

St. Fjall. óskar grunnskólakennurum til hamingju með samninginn sem verður að teljast nokkuð góður.  Þarna eru lagðar línur sem aðrir starfsmenn skóla en kennarar, hljóta að líta til í haust þegar samningar þeirra verða lausir og reyndar allir starfsmenn sveitarfélaga. Væntanlega þarf ekki mikið að ýta á Launanefndina til að skrifa undir sambærilegan samning við bæjarstarfsmannafélögin. Við erum minnsta kosti á tánum og albúin í samninga.

Sjá nánar um samninginn