Fundur um kjarasamning á Hornbrekku

Í gær, máudaginn 9. nóv. var kynningarfundur og atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning milli SFH fyrir hönd Hornbrekku og Starfsmannafélags Fjallabyggðar.

Samningurinn er í anda þjóðarsáttarsamningana sem gerðir voru í tengslum við stöðugleikasáttmála ríkisins og atvinnulífsins og launþegasamtakana.

Samningurinn gildir frá 1. júlí 2009 til 30 nóv. 2010 og leggur áherslu á hækkun lægstu launa.

Samningurinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum