Frestun á kjaraviðræðum

Í gær, 30. júní, var skrifað undir samkomulag um frestun á kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ágústmánaðar. Samkomulagið felur í sér að nái aðilar samkomulagi um framlengingu á kjarasamningi aðila fyrir lok septembermánaðar 2015 mun sú upphafshækkun sem um semst, eða ígildi hennar, gilda frá 1. maí 2015. Náist ekki samkomulag fyrir 30. sept. er SNS ekki bundin af fyrrgreindu tímamarki um gildistöku samninga.

Samskonar samkomulag var gert við samninganefnd Ríkisins, SNR.