Forræðishyggju atvinnurekenda mótmælt

Forræðishyggju atvinnurekenda mótmælt: SA semur ekki fyrir BSRB
"Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeirri kröfu sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram á hendur ríkisstjórninni um að hún fylgi þeirri launastefnu sem mótuð verði við samningaborð Samtaka atvinnulífsins. Þessi krafa um forræðisvald atvinnurekenda er ósvífin og ólýðræðisleg því hún byggir á því að hundsaðar verði kröfur sem fram koma frá hendi samtaka opinberra starfsmanna í kjarasamningum þegar þeir losna í vor. Krafan er einnig ósvífin að því leyti að hún byggir á því að launakjör á þeim stofnunum sem nú búa við vaxandi manneklu vegna bágra kjara verði ekki leiðrétt eins og margoft hefur verið látið í veðri vaka af hálfu stjórnvalda að gert verði í komandi kjarasamningum," segir m.a. í ályktun sem stjórn BSRB hefur sent frá sér.

Sjá nánar hér