Fögnum og gefum frí 19. júní, ekki í Fjallabyggð

Úr fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar 16. júní 2015.

18. 1506032 - 19. júní - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Niðurstaða fundar:

"Lagt fram bréf frá starfsmannafélagi Fjallabyggðar þar sem sveitarfélagið er hvatt til þess að gefa starfsmönnum frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní næstkomandi.

Bæjarráð hafnar erindinu."

Þá er það ljóst að Fjallabyggð eitt sveitarfélaga á Tröllaskaga er ekki að gefa starfsmönnum sínum frí í tilefni að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Það verður að teljast frekar dapurt að stæðsti kvennavinnuveitandi Fjallabyggðar skuli ekki sjá sér fært að hafa sama hátt á og nágrannasveitarfélögin, Dalvíkurbyggð, Skagafjörður, Akureyri, Norður-þing.

Einnig má nefna Hafnarfjörður, Kópavogur, Djúpivogur, Grindavík, Ísafjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Vesturbyggð og Vopnafjörður.

Já, og Ríkisstjórnin hvetur vinnuveitendur til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna, svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag.
Tilmælin beinast jafnt til vinnuveitenda á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, að gefa starfsfólki frí, sé það mögulegt.

Já þetta eru sannanlega döpur skilaboð til kvenna í Fjallabyggð en segja kannski allt sem segja þarf um hug fulltrúa bæjarráðs til starfsmanna sinna.

Guðbjörn Arngrímsson
Formaður St. Fjallabyggðar