Fögnum og gefum frí 19. júní

Fögnum og gefum frí 19. júní!

Haldið verður upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní næstkomandi. Í tilefni af afmælinu hafa atvinnurekendurveitendur jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum verið hvött til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er.

Þetta er gert svo að fólki gefist kostur á að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag. Þegar hefur Reykjavíkurborg gefið það út að allir starfsmenn borgarinnar fái frí eftir hádegi þann 19. maí og fleiri sveitarfélög hafa gert það sama.

Starfsmannafélag Fjallabyggðar tekur undir þá hvatningu og hvetur Fjallabyggð til að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins frí frá kl. 12 þann 19. júní svo tækifæri gefist til að koma saman og fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

F.h St. Fjallabyggðar
Guðbjörn Arngrímsson
formaður