Félagmenn í St. Fjallabyggðar sem vinna á Hornbrekku fá 105 þús. króna innágreiðslu 1. sept.

 

Samkomulag hefur náðst við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, þar sem kveðið er á um að Hornbrekka greiði félagsmönnum í St. Fjallabyggðar, 105 þúsund króna innágreiðslu, m.v. starfshlutfall og starfstíma á mánuðunum 1. apríl til 30. júní 2019,  þann 1. sept. næstkomandi. 

Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýjum viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá byrjun apríl.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður