Endurmatsferli starfsmatsins í gang

Nú er loksins hægt að hefja endurmatsferlið.

Stiganiðurbrotið fyrir útgefin viðmiðunarstörf (nóv. 2004) hafa verið sett á heimasíðu launanefndarinnar. Enn eru þó nokkur störf í vinnslu en þetta skjal verður uppfært jafnóðum og fleiri störf bætast við. Neðst í vinstra horni skjalsins verður ávallt skráð hvenær skjalið var síðast uppfært.

Félagsmaður á að hafa öll nauðsynleg gögn til að óska eftir endurmati þar með talið aðgang að stiganiðurbroti fyrir starfið sitt, starfsyfirlit og þrepaskilgreiningar.

Einnig er verið að vinna að fræðslufundum fyrir endurmatsteymi, nánar kynnt síðar. 

Sjá endurmatsferlið, bæklingur um starfsmat, leiðbeiningar fyrir starfsmenn, sjá endurmatsbeiðni, sjá stiganiðurbrot, sjá allt endurmatsferlið