ENDURMATSFERLIÐ KOMIÐ Í GANG

Endurmatsferlið í starfsmatinu er hafið
Samkvæmt ákvörðun Úrskurðarnefndar hafa störf sem fengu mat í nóvember 2004 forgang í endurmatsferlinu. Starfsyfirlit fyrir svokölluð 0 störf eru enn í vinnslu og verða afgreidd síðar.

Endurmatsferli - Endurmat á starfsmati
Allar nauðsynlegar upplýsingar um endurmatsferlið er hægt að nálgast hér hægra megin á síðunni undur linknum starfsmat og á síðu samband.is.
Þ.e.a.s starfsyfirlit, stiganiðurbrot og allt annað sem snýr að endurmatsferlinu og starfsmatinu sjálfu.

Umsókn um endurmat fer þannig fram að félagsmaður fyllir út endurmatsbeiðni með hliðsjón af starfsyfirliti og stiganiðurbroti fyrir starfið. Sendir síðan endurmatsbeiðni ásamt starfslýsingu til endurmatsteymis.

Skv. ákvörðun á fundi úrskurðarnefndar um starfsmat 4.jan. sl. voru sett eftirfarandi tímamörk.
Starfsmenn þurfa að skila endurmatsbeiðnum til endurmatsteymis í sínu sveitarfélagi í síðasta lagi 31. mars 2007
Endurmatsteymi þurfa skila gögnum til úrskurðarnefndar í síðasta lagi 15. maí 2007.

Endurmatsteymið á Ólafsfirði er skipað:
Ólafi Þór Ólafssyni f.h. Fjallabyggðar og
Guðbjörn Arngrímsson f.h. Starfsmannafélags Ólafsfjarðar.

Stjórn STÓL hvetur ykkur til að hafa samband við formann til frekari upplýsinga og aðstoðar.

UPPLÝSINGASÍMI 899-6213