Desemberuppbót 2008

Í ár er uppbótin 63.366.- hjá sveitarfélögunum og stofnunum þeirra. Ríkisstarfsmenn eru með 47.000.- í desemberuppbót.

1.7.1 Starfsmaður í fullu starfi fær greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert sem nemur
44,5% af desemberlaunum í 113. lfl. 5. þrepi, skv. framangreindri launatöflu. Með fullu
starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi
starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við
starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1.
september það ár. 

Eftirlaunaþegar sem eru aðilar að B-deild LSR eða sambærilegum deildum annarra
lífeyrissjóða fái greidda persónuuppbót í desember frá viðkomandi lífeyrissjóði í réttu
hlutfalli við greidd eftirlaun.
Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði
skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu.
Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12
mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót

1.7.2. Persónuuppbót skv. gr. 1.7.1. greiðist starfsmönnum sem fóru á eftirlaun á árinu, enda
hafi þeir skilað starfi er svari til a.m.k. hálfs starfsárs það ár. Sama regla gildir um þá,
sem sökum heilsubrests minnka við sig starf, enda liggi fyrir um það vottorð læknis.
Heildargreiðsla til eftirlaunaþega verði aldrei hærri en full persónuuppbót sbr. grein 1.7.1.

1.7.3 Framangreind persónuuppbót er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla
við laun.