Breytingar á orlofspakka Samflots 2020

 

Ágæti félagmaður.

Nú er sumarið alveg að detta á hjá okkur og þá ætlum við að leika okkur innan lands að mestu leiti. Hér eru nokkrar upplýsingar um breytingar á því sem við bjóðum upp á í orlofspakkanum okkar, svo er alltaf gott að skoða orlofsblaðið, bara svona til upprifjunar. Sjá hér til hægri.

Allir 8 bústaðirnir okkar eru að verða fullsetnir til 14. ágúst og sumir lengur, en það er um að gera að fylgjast með ef eitthvað losnar og skoða þær vikur sem eru í boði enn.

Við erum líka með hótelgistingu á landsbyggðinni, Íslands-hótel (Foss-hótelin), Icelandairhótelin, Hótel Eddu og KEA-hótelin á Akureyri, Reykjavík og Vík í Mýrdal.

Öll þessi hótel eru nú búin að framlengja vetrarverðið hjá sér og gildir það í sumar. Það er allt að 50% lækkun á gistimiðum og að auki bjóða sum hótelin upp á ódýrari pakka og þá geti þið keypt þá beint af hótelunum ef þeir eru lægri en fasta verðið á gistimiðunum. Við hvetum ykkur til að kynna ykkur verð og tilboð hjá þessum hótelum. Og þá má ekki gleyma Hótel-Vestmannaeyjar sem bjóða okkur velkomin í allt sumar með tilboðum frá mánudegi til fimmtudags í júní, júlí og ágúst. Stutt að fara með Herjólfi frá Landeyjarhöfn.

Við lokuðum Mosfelli, íbúðinni okkar á Torrevieja á Spáni vegna ástandsins í heiminum en ef eitthvað liðkast til seinnipartinn í sumar munum við skoða hvort við opnum þar aftur, annars förum við bara á næsta ári. Íbúðirnar okkar í Reykjavík eru opnar og þar er helgaropnun í allt sumar.

Við erum greiðum líka niður Veiði- og Útilegukortið sem þið getið keypt hjá okkur.

En um að gera að fylgjast vel með orlofspakkanum okkur á vefnum (hægt að fara á hann af heimasíðum félaganna og heimasíðu Samflots, samflot.is), þar birtast breytingar um leið og þær gerast, því er gott að fara reglulega inn og skoða, sem og fletta orlofsbæklingnum, ef þið eruð í ferðahugleiðingum.

Með von um gott og gleðilegt sumar,

f.h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

S: 899-6213