Bókun orlofshúsa í Munaðarnesi á vefnum

Nú geta félagsmenn í St. Fjall. bókað orlofshús bandalagsins í Munaðarnesi, og einnig í Stóru Skógum og á Eiðum á heimasíðu BSRB. Til þess að gera það þurfa þeir að greiða leiguna með greiðslukorti.

Þetta er til hægðarauka fyrir félagsmenn og sparar hringingar á skrifstofu BSRB eða til formanns, félagsmenn geta hins vegar gert það ef þeir kjósa svo.