Menningar- og listafélagið Beinlaus biti hefur með bréfi boðið öllum félagsmönnum í STÓL á útgáfuhátíð í tilefni af nýjum geisladiski hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust, Sjómannasöngvar.
Hátíðin ber nafnið Bryggjuskrall í Ólafsfirði og verður haldin í gamla salthúsinu hans Sigvalda Þorleifssonar í Ólafsfirði laugardaginn 9. sept. og hefst kl:14.00
Þetta er höfðingleg gjöf og hvetur stjórn STÓL alla félagsmenn sína til að mæta og skemmta sér með hinum fjölmörgu og frábæru listamönnum sem koma fram á hátíðinni.
Nánari dagskrá er að finna hér