Bilun í tölvukerfi

Fyrir jól varð bilun í tölvukerfi sem orsakaði að vefur St. Fjallabygðar lá niðri og sumar fréttir sem inn á honum voru duttu út. Þessi bilun varð líka til þess að félagsmenn fengu ekki jólakveðju frá félaginu eins og verið hefur frá stofnun félagsins. Einnig var póstþjónn félagsins óvirkur að mestu frá 17. desember til 15. janúar.

Nú er þetta komið í lag og óskar félagið félagsmönnum sínum góðs og farsæls árs og vonandi verður það fengsælt í komandi kjaraviðræðum.

Stjórn St. Fjallabyggðar