Starfsmannafélag Fjallabyggðar á fulltrúa á Ólympíuleikum fatlaðra.
Það er Baldur Ævar Baldursson starfsmaður íþróttasvæða í Ólafsfirði sem tekur þátt í langstökki þann 9. sept. n.k.
Baldur er einn af bestu frjálsíþróttamönnum fatlaðra á Íslandi og hefur tekið þátt í fjölmörgum mótum bæði innanlands sem utan.
Starfsmannafélag Fjallabyggðar samþykkti á aðalfundi sínum sl. vor að styrkja Baldur til fararinnar á ólympíuleikana og félagsmenn allir senda honum baráttukveðjur.
Sjá nánar um Ól. fatlaða á ifsport.is/