Bæjarstjórn og bæjarfulltrúum skrifað bréf

Stjórn St. Fjall samþykkti á fundi sínum að senda bæjarfulltrúum og bæjarstjórn eftirfarandi bréf:

Ágæta bæjarstjórn og bæjarfulltrúar.

Á stjórnarfundi Starfsmannafélags Fjallabyggðar, St. Fjall., þann 8. apríl 2008 var samþykkt að senda ykkur þetta bréf til að vekja athygli á því að bæjar- og sveitarstjórnir víða um land eru að nýta enn frekar „sérstaka heimild“ Launanefndar sveitarfélaga, LN, frá 28. janúar 2006 til að greiða starfsmönnum sínum hærri laun. Akureyrarbær hefur t.d. sótt um heimild LN til að nýta TV einingar fyrir alla starfsmenn sína.
Stjórn St. Fjall. skorar því á bæjarstjórnarmenn í Fjallabyggð að kynna sér málið vel og halda í heiðri þeim meginmarkmiðum sveitarstjórna/LN og St. Fjall/Samflots að "greiða sömu laun fyrir sömu vinnu óháð búsetu".
Á heimasíðu Starfsmannafélags Fjallabyggðar, www.stol.is, er að finna tengil, Viðbótargreiðslur, með upplýsingum um viðbótargreiðslur einstakra sveitarfélaga.

Með von um jákvæð viðbrögð,
f.h. stjórnar St. Fjall.

Guðbjörn Arngrímsson formaður

Og nú er bara að vona bæjarfulltrúar Fjallabyggðar sýni það og sanni að þeir vilji að starfsmenn Fjallabyggðar verði ekki eftirbátar starfsmanna annarra sveitarfélaga í launum.