Átt þú von á barni?

Eingreiðsla til félagsmanna vegna fæðingar barns.
Fjölskyldu- og styrktarsjóður BSRB greiðir út styrk til félagsmanna vegna fæðingar barns en hann hefur greitt til móður fram til þessa.

Um er að ræða fæðingarstyrki til foreldra og eru styrkirnir jafnháir til karla og kvenna en hliðsjón höfð af starfshlutfalli. Í dag er greiðslan 170 þúsund krónur miðuð við 100% starf. Rafræn umsókn er á tenglinum http://styrktarsjodur.bsrb.is/  

Þessi breyting er í samræmi við bókun í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög, þar er rætt um breytt fyrirkomulag á Fjölskyldu- og styrktarsjóði.