Átaki í fæðingarorlofsmálum.

 

BSRB og ASÍ standa sameiginlega að átaki í fæðingarorlofsmálum, sem hófst formlega á miðvikudag. Með átakinu vilja þau koma fæðingarorlofsmálunum inn í umræðuna í komandi kosningum.

Kröfur BSRB og ASÍ eru einfaldar: Við teljum það forgangsmál að bæta fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Við leggjum áherslu á að greiðslur til foreldra verði óskertar að 300 þúsundum, hámarksgreiðslur hækki í 600 þúsund og að orlofið verði lengt í 12 mánuði.

Til að leggja áherslur á kröfuna um betra fæðingarorlof höfum við látið útbúa stutt myndbönd þar sem venjulegt fólk segir sína sögu og sett upp síðuna Betra fæðingarorlof á Facebook. Þar hvetjum við fólk til að segja sína sögu af fæðingarorlofinu og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof.

Nú viljum við gjarnan virkja sameiginlega krafta og fá ykkur og ykkar félög til að taka þátt í þessu með okkur. Það getið þið gert með því að dreifa boðskapnum áfram til ykkar félagsmanna, til dæmis í gegnum heimasíður og samfélagsmiðla. Ef þið þekkið fólk sem hefur skoðanir, endilega hvetjið það til að setja þær inn á samfélagsmiðlana, skoða síðuna okkar og segja sína skoðun.

Stjórnir BSRB og ASÍ