Aldarafmæli Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu

Alþjóðasamtök starfsmanna í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, urðu 100 ára gömul í vikunni. Í marsmánuði árið 1907 boðaði framkvæmdastjóri Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, "Verband der Gemeinde- und Staatsarbeiter", í Þýskalandi „verkamenn er starfa hjá sveitarfélögum og ríki, í orkuverum, í gas- og vatnsveitum allra landa" til „fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunnar" dagana 25.-27. ágúst 1907 og fór fundurinn fram í borginni Stuttgart í Þýskalandi.

Sjá nánar >>